Farsælt fyrirtækjasambýli við höfnina

11 Aug

Umhverfi Sægreifans við höfnina hefur gjörbreyst á fáeinum árum og er enn að breytast. Verbúðir urðu veitingahús, sérverslanir, aðsetur listamanna, skartgripaverkstæði og fleira. Þetta hefur svo orðið til þess að auka umferð bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna um hafnarsvæðið og það er öllum til góðs – líka Sægreifanum.

Ýmsir spyrja sem svo hvort fleiri veitingastaðir í næsta nágrenni séu ekki slæm tíðindi fyrir Sægreifann vegna aukinnar samkeppni um viðskiptavini?

Nei, við lítum ekki svo á heldur þvert á móti!

Sægreifinn hefur sína sérstöðu og hún verður bara enn skýrari þegarfólk stendur frammi fyrir fleiri veitingakostum á þessu svæði miðborgarinnar. Við högnumst á því að reka veitingahús sem er ekkert venjulegt. Því fleiri sem af okkur vita, því betra.

Reykjavíkurhöfn hefur í heild sótt í sig veðrið sem vettvangur fjölbreyttrar atvinnustarfsemi og mannlífs. Við erum hluti af þeirri heild, fastur punktur í tilverunni og sögunni.